Færsluflokkur: Bloggar
Dagur 7 var ljómandi góður. Eftir góðann nætursvefn vaknaði ég full af orku, byrjaði að vinna smá hér heima og skellti mér svo í ræktina :) Í kvöld var ég svo með geðveikan kjúklingarétt sem Eva Laufey hin eina sanna var með í sjónvarpinu, hvet alla til að prófa hann https://evalaufeykjaran.is/islegar-kjuklinganulur/. Hrós dagsins fær Ölgerðin fyrir nýja kristalinn með límónu og jarðaberjabragði. Það er ekki nóg með að liturinn á miðanum og tappanum öskri á mann að kaupa sig svo girnilega lítur hann út heldur er hann einnig sá besti af þeim öllum. Vel gert!!! Á morgun er ég að spá í að bregða mér í Kolaportið finnst alltaf ótrúlega gaman að koma þangað skoða, spá og spekulera í dótinu svo ég tali nú ekki um fólkinu :) En nú er ég farin í háttinn og býð góða nótt.
Bloggar | 7.1.2017 | 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagurinn í dag var svosem ekkert sérsakur langaði mest að breytast í skógarbjörn og leggjast í hýði þar sem vindurinn og regnið hömuðust á stofuglugganum í kapp við þá litlu dagsbirtu sem lét sjá sig í dag. En þar sem ég kem ekki til með að breytast í skógarbjörn þá verð ég að koma lífinu í rútínu eftir allt fríið og ofátið. Þannig í dag pantaði ég mér dagbók sem ég sneið að mínu höfði bara svona til að auðvelda mér markmiðin. Hlakka mikið til að byrja að skrifa í hana bara fullt af allskonar. Vonbrigði dagsins voru að missa af ræktartíma með þjálfaranum mínum sem mig hafði reyndar hlakkað til að fara í. Manni líður svo flottur inní sér eftir tímann þó svo það sjáist nú ekki að utan. Kannski er ég stórfurðuleg en ég er í alvöru ástfangin af rúminu mínu brakandi sænginni og fluffy koddanum. Ég meira að segja kveð þessa hluti á morgnana með því að segja....hlakka til að sjá ykkur aftur í kvöld. Og ég er svo sannarlega að meina það. Það væri frábært ef maður væri jafn kátur að hitta spegilmynd sína á morgnana og segja...hæ þú hrikalega er gaman að sjá krumpaða koddafarsmarkað andlitið á þér sæta. En nei í stað þess lemur maður sig fyrir að vakna ekki eins og fullkomnu stelpurnar í bíómyndunum allt á sínum stað varaliturinn, maskarinn, augnskugginn, og varla flóki í síðu hárinu. Þetta er sennilega gerlegt með því að sofa sitjandi hversu þægilegt sem það nú er. Hvað um þetta ég þarf ss. að taka í hnakkadrambið á sjálfri mér og koma mér í rútínu, fara fyrr að sofa og vakna fyrr á morgnana og ég hef nákvæmlega einn sólarhring rúmlega þar til ég mæti aftur í vinnu. En þetta er svolítið ég bíða fram á síðustu stundu með að gera hlutina og reikna svo með kraftaverki. Vinn betur undir pressu með því að keyra út síðustu hleðsluna á batteríinu. Hey já og eitt annað ég verð bráðnauðsynlega að taka til í fataskápnum mínum og prjónakistunni á morgun. Ég get þó allavega komið því í röð og reglu.
Prik fyrir mér
Bloggar | 2.1.2017 | 23:37 (breytt 3.1.2017 kl. 00:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar