Færsluflokkur: Tónlist

Dagur 8 af 365

Bara eitt hér : Feeling proud of myself :)


Dagur 3 af 365

Þjálfunarmarkmið mitt í morgun að vakna snemma tókst ekki svaf til 11 og satt best að segja hefði ég alveg getað sofið lengur, en það hefst á morgun þar sem ég hef ekkert val um það verð að vakna kl. 6.20 þannig að í rúmið fer ég klukkan tíu í kvöld.  Dagurinn var ágætur þrátt fyrir það pantaði gistingu erlendis fyrir næstu jól og áramót reyndi líka að bóka flugið en það er ekki komið inn hjá þeim svo það verður vonandi fljótlega.  Samt gerðist eitt merkilegt á meðan ég var að vesenast í þessu öllu, það hafði samband við mig kona sem á íbúð á Tenerife og vill endilega leigja mér hana í 2 ár.  Mig langaði mest af öllu að láta slag standa og taka því en skynsemisvitleysingurinn fór að þvælast fyrir mér og sagði mér að hugsa málið.  Í raun er ekki nein fyrirstaða vinnulega séð að ég grípi tækifærið en það er margt annað sem þarf að hugsa um.  Hef nú samt eginlega bara hugsað um þetta í allan dag enda þegar ég skaust í krónunu var ég heldur utan við mig og aulaleg leitandi að einhverju sem ég hafði ekki hugmynd um.  Kom þó heim með 3 fulla poka af einhverju ekkert skipulag í því.  Vildi að ég gæti bara sagt við mig hey þetta kom uppí hendurnar á þér af ástæðu og þú ættir að slá til.  Alltaf verið frekar ævintýragjörn svo aldrei að vita hver niðurstaðan verður.   Mér tókst að koma skipulagi á prjónakistuna mína en skápurinn bíður betri stundar hann verður bara að fá að líta út eins og unglingapartý í bili.  Mér tókst líka að vinna töluvert að hönnuninni minni sem var mjög gott en núna ætla ég að fleygja mér í sófann horfa á smá innihaldslaust sjónvarpsefni sem skilur ekkert eftir sig.  

Sjáumst á morgun embarassed


Jólin koma

Já það er rétt jólin koma fyrir því.  Nú hef ég hringsólað um allt að leita að jólastemmaranum en einhverrja hluta vegna finn ég hann ekki.  Var viss um að það myndi gerast í gær þegar snjórinn lét sjá sig en nei það gekk ekki heldur.  Hef forðast verslanamiðstöðvar eins og heitann eldinn því í minni þrotlausu leit að jólastemmaranum skyldi ég ekki rænd orkunni í einhverri brjálæðislegri hringavitleysu kaupglaðra Íslendinga,enda svo með andlitið í súpudisknum gjörsamlega búin og peningalaus, búin að keyra öll kort í botn svo logaði í þeim. Það var þannig að ég var staðráðin í að njóta aðventunnar en gat það ekki heldur fann bara ekki þennan helvítis jólaanda sem allir virtust missa sig yfir í kringum mig.  Þá rann það upp fyrir mér ég saknaði æsku barna minna tilhlökkuninni spennunni sem fór yfir öll mörk eftir sem nær dró jólum.  Það voru þau sem voru stemmarinn og nú þyrfti ég bara að finna einhverja leið til þess að njóta upp á nýtt.  Börnin öll vaxin úr grasi og engar kröfur lengur til staðar um stemmara eða hefðir.  Hversu sorglegt... þegar ég flutti úr foreldrahúsum og hélt mín jól með mínum manni og börnum saknaði ég þess að vera ekki lengur barnið sem beið með eftirvæntingu. Svo áður en ég veit af eru börnin mín orðin fullorðin.  Tíminn líður hratt þannig ég ætla ekki að bíða lengur hvort sem stemmarinn ákveður að hitta mig eða ekki þá held ég jól og ætla að njóta.  


Hver er ég

Ég velti oft fyrir mér tilgangnum með þessu lífi .... er það einungis til þess að hafa áhrif á þróun mannsins var okkur gefið hlutverk.  Hvernig er hægt að réttlæta það þegar svo margir einstaklingar skila ekki neinu og enn fleiri hugsa bara um sjálfan sig. Hvort er betra eða verra má um deila. Fyrir nokkrum árum sagði einhver spekingur við mig ...þú ert heppin vegna þess að í næsta lífi færð þú að velja þú ert búin með þroskaskeiðin.   Ha hvað var maðurinn að hugsa að segja þetta við mig mér sem fannst ég í raun og veru búin að fokka öllu upp.  Vissi gæinn ekki að mig langaði að lifa endalaust. og hver er í raun tilgangurinn í því að endurfæðast þegar þú mannst hvort sem er ekki eftir neinu.  Sorry móðga eflaust marga en þegar ég er spurð þá sérstaklega af yndislegri móður minni .... Trúir þú ekki á Guð.... Nei ég trúi ekki!!!! en ég trúi á það góða í hverjum og einum.  Sama hversu vond við erum þá er alltaf eitthvað gott maður þarf bara að koma auga á það.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband