Færsluflokkur: Dægurmál
Ósköp venjulegur dagur fyrir utan að mér tókst að sofa yfir mig í annað skiptið á nýju ári. Ætli ég sé ekki bara komin með unglingaveikina eða það að verða 50tug á þessu ári er svona hrikalega erfitt. Allavega mætti aðeins of seint í vinnu fór heim ræktin borðaði og svo bara latur zófus fram að háttatíma :) Eitt sem truflaði mig aðeins í fréttum stöðvar 2 í kvöld þegar eldibrandur eða sá sem startaði flugeldasýningunni í vesturbænum sagði að í kvöld værum við að fagna því að jólin væru búin. Eflaust fagna því einhverjir en ég stóð alltaf og stend í þeirri meiningu að við séum að kveðja jólin. Líkt og maður fagnar sumrinu en ekki vetrinum nema kannski einhverjir. Ég hef allavega aldrei fagnað því að sumarið er búið
Dægurmál | 6.1.2017 | 21:32 (breytt kl. 21:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagur 5 gekk eins og í sögu andleg líðan öll á uppleið En þar sem ég þekki þetta það vel þá veit ég vel að þetta getur verið skammgóður vermir ekkert er öruggt. Ég er þó allavega að gera eitthvað í því að líða betur og þrátt fyrir að hafa verið antisportisti hingað til þá verð ég að viðurkenna að hreyfingin er að spila stóra rútínu í minni líðan. Eitt sem ég veit að er algjörlega útilokað enn sem komið er, er að tæma hugann og ná góðri slökun og á þetta sérstaklega við þegar ég á stefnumót við herra svefn. Það er oft þannig að ég ligg andvaka og pirruð þrátt fyrir að vera dauðuppgefin og svefnlaus. Eða það sem er öllu verra er að þetta finnst heilanum besti tíminn til að hugsa og það mikið. Stórar framkvæmdir, framtíðarplön, vonbrygði, væntingar, mistök jafnvel innkaupalisti o.s.f.v. Ég hef oft hugsað til hugleyðslutímanna sem ég fór í í gamla daga með vinkonunum og reynt þá tækni en ég er oftast nær rétt byrjuð að slaka á stóru tánni þegar hugurinn fer með mig eitthvað allt annað. Ég vona að þetta komi líka en fyrst og fremst langar mig að ná tökum á kvíðanum. Þessi ógeðslega tilfinning sem læsir sig í huga og líkama og maður fær ekkert við gert. Timinn er eini vinur manns sem líður þó alltof hægt áður en eðlileg líðan nær yfirtökum aftur. Einn dagur í einu, velja það besta fyrir mig án öfga og gera allt sem í mínu valdi stendur til að ná tökum á þessu.
Nú megið þið ekki halda að ég sé hundþung alla daga, ég er það alls ekki en meðan ég sprella og hlæ þá ber ég oft innri líðan í hljóði. Það er nefninlega þannig að það er haugur af fólki sem þekkir þetta ekki en er alltaf til í að segja manni að maður eigi bara að slaka á anda inn og út eða spyrja hvað gerðist núna, hvað gerðir þú????? meðan staðreyndin er sú að tilfinninginn er ósjálfráð og tengist ekki endilega neinu. ÞAÐ er eitthvað sem ég vil ekki heyra og hvet ég alla sem þekkja einhvern með kvíða eða annað að lesa sér til um það áður en farið er að hjálpa og ráðleggja.
Ást og friður kæru vinir
Dægurmál | 5.1.2017 | 21:08 (breytt kl. 21:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðann daginn !!! þessi dagur byrjaði heldur betur vel svaf yfir mig og var vakin með hringingu. Ég dröslaðist á lappir og inn á bað, leit í spegilinn og sá líka þennan fallega bulldog í speglinum. Ég er ekki að grínast andlitið hreinlega lafði niður á bringu. Það var ekkert hægt að gera í þessu og mín von sú að þetta myndi nú allt lagast áður en langt liði á daginn, sem var svo raunin. Ég fór úr vinnu um 11 leitið og gerði akkurat það sem ég hafði heitið að gera ekki frá og með áramótum. Málið er það að ég las einhverja grein um einhverja konu sem ákvað að hætta að blóta öðrum bílstjórum í umferðinni og fyrir vikið losnað við haug af streitu og öðru slíku. Þannig að ég ss. blótaði 2 bílstjórum upphátt eins og geðsjúklingur ein í bílnum. En þetta var neyðartilfelli og eginlega bráðnauðsynlegt. Fyrri bílstjórinn svínaði fyrir mig og sá síðari gat ekki ákveðið hvar hann ætlaði að vera á veginum sem gerði mig mjög óttaslegna og hélt ég mig í hæfilegri fjarlægð frá honum. Þannig að það var algjörlega þörf á þessu mikil þörf. Þegar heim var komið átti ég stund með ömmustelpunni minni meðan pabbi hennar spriklaði í ræktinni svo þegar hann kom heim fór ég og spriklaði. Held í fyrsta sinn af mikilli ánægju á þessu ári. Svo kraftmikil og hress eftir ræktina að ég gat unnið helling hér heima. Hressandi !!!! Í kvöld fórum við svo fjölskyldan út að borða á Hard Rock í tilefni 23 ára afmælis yngsta sonar minn og þar varð kjella sko ekki fyrir vonbrigðum Aðeins seinni í bælið en til stóð uppgefin eftir viðburðaríkann dag. Góða nótt kæru þið sem nennið að fylgjast með mér.
Dægurmál | 4.1.2017 | 23:01 (breytt kl. 23:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ársins 2017-01-01
- dagur ársins er runninn upp nú les maður á veraldarvefnum alls kynns fyrirheit og loforð til handa sjálfum sér og öðrum á komandi ári. Eðlilegt að öllu þar sem nýtt ár markar ný tækifæri og upphaf. Að sjálfsögðu eru þetta orð sem ætlað er að standa við en samt ekki alltaf þannig því hversu mikið sem okkur langar og hversu sterkur sem viljinn er gengur það ekki alltaf upp. Ég hef ákveðið að stefna að ríkari betra ári en áður hvort það tekst kemur í ljós í lok árs. En til þess að fylgjast með framgnagi fyrirheyta minna hef ég ákveðið að skrifa dagbók í 365 daga eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Ef það eitt tekst er það stór persónulegur sigur.
Andleg líðan þennan fyrsta dag er ekki sú besta þrátt fyrir áfengislaus rólgeg áramót verð að segja að það vakti ákveðin vonbrigði ..vonbrigði að hefja ekki árið líkt og mig langaði til vakna finna ekki kvíðann innra með mér er víst ekki ætlað mér enn sem komið er. En hey þetta er bara fyrsti dagur ársins svo enn er von.
Þessi jól voru um margt öðruvísi en undanfarin ár og hef ég tekið ákvörðun um að vera erlendis um þau næstu. Vonandi fylgja börnin okkar og barnabörn með og jafnvel aðrir fjölskyldumeðlimir eða vinir. Það er gott að vera staddur á öðrum stað laus við togstreitu, stress og mikla vinnu. Bara lifa og njóta hentar mér betur þar með má segja að væntingar mínar til þessara tímamóta voru of háar og stóðu ekki undir sér. Sagt er að þetta sé tími samveru en af hverju er gerð svo mikil krafa á þessum tíma árs þegar hægt er að stunda það á hvaða tíma árs sem er.
Ég er nú kannski ekki sú besta þegar kemur að því að heimsækja eða hringja í fólk þrátt fyrir endalausar aðgerðir að minni hálfu að ná fólki saman sem má segja að ég hafi gefist upp á og ekki hjálpar tilfinningaleg líðan mín þar. Það er ekki það að mig langi ekki það er meira ég get ekki og sama hversu togað er fast í hárið á mér þá gerist ekkert.
En nóg um það
Til hamingju með fyrsta dag ársins Hugrún Hrönn Þórisdóttir
Dægurmál | 1.1.2017 | 16:56 (breytt kl. 17:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar