Nýtt upphaf ný tækifæri

ársins 2017-01-01

  1. dagur ársins er runninn upp nú les maður á veraldarvefnum alls kynns fyrirheit og loforð til handa sjálfum sér og öðrum á komandi ári. Eðlilegt að öllu þar sem nýtt ár markar ný tækifæri og upphaf. Að sjálfsögðu eru þetta orð sem ætlað er að standa við en samt ekki alltaf þannig því hversu mikið sem okkur langar og hversu sterkur sem viljinn er gengur það ekki alltaf upp. Ég hef ákveðið að stefna að ríkari betra ári en áður hvort það tekst kemur í ljós í lok árs. En til þess að fylgjast með framgnagi fyrirheyta minna hef ég ákveðið að skrifa dagbók í 365 daga eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Ef það eitt tekst er það stór persónulegur sigur.

Andleg líðan þennan fyrsta dag er ekki sú besta þrátt fyrir áfengislaus rólgeg áramót verð að segja að það vakti ákveðin vonbrigði ..vonbrigði að hefja ekki árið líkt og mig langaði til vakna finna ekki kvíðann innra með mér er víst ekki ætlað mér enn sem komið er. En hey þetta er bara fyrsti dagur ársins svo enn er von.

Þessi jól voru um margt öðruvísi en undanfarin ár og hef ég tekið ákvörðun um að vera erlendis um þau næstu. Vonandi fylgja börnin okkar og barnabörn með og jafnvel aðrir fjölskyldumeðlimir eða vinir. Það er gott að vera staddur á öðrum stað laus við togstreitu, stress og mikla vinnu. Bara lifa og njóta hentar mér betur þar með má segja að væntingar mínar til þessara tímamóta voru of háar og stóðu ekki undir sér. Sagt er að þetta sé tími samveru en af hverju er gerð svo mikil krafa á þessum tíma árs þegar hægt er að stunda það á hvaða tíma árs sem er.

Ég er nú kannski ekki sú besta þegar kemur að því að heimsækja eða hringja í fólk þrátt fyrir endalausar aðgerðir að minni hálfu að ná fólki saman sem má segja að ég hafi gefist upp á og ekki hjálpar tilfinningaleg líðan mín þar. Það er ekki það að mig langi ekki það er meira ég get ekki og sama hversu togað er fast í hárið á mér þá gerist ekkert.

En nóg um það

Til hamingju með fyrsta dag ársins Hugrún Hrönn Þórisdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt àr elsku vinkona. Eg oska þess a nyju ari að fa að sja meira af þer:) hlakka til að lesa þina daglegu posta❤

Jórunn Fregn (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 19:04

2 identicon

Gleðilegt ár elsku Hugrún, megi nýja árið uppfylla allar þínar væntingar og meira til <3 

Frábær hugmynd hjá þér að byrja á þessu, verður gaman að fylgjast með, þú ert nú með þeim hressari sem ég þekki :)

Við gætum nú planað einhverja göngutúra um nágrennið saman og náð sleninu úr okkur :)

Alda Björk Larsen (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband