Dagur 2 af 365

Dagurinn í dag var svosem ekkert sérsakur langaði mest að breytast í skógarbjörn og leggjast í hýði þar sem vindurinn og regnið hömuðust á stofuglugganum í kapp við þá litlu dagsbirtu sem lét sjá sig í dag.  En þar sem ég kem ekki til með að breytast í skógarbjörn þá verð ég að koma lífinu í rútínu eftir allt fríið og ofátið.  Þannig í dag pantaði ég mér dagbók sem ég sneið að mínu höfði bara svona til að auðvelda mér markmiðin.  Hlakka mikið til að byrja að skrifa í hana bara fullt af allskonar.  Vonbrigði dagsins voru að missa af ræktartíma með þjálfaranum mínum sem mig hafði reyndar hlakkað til að fara í.  Manni líður svo flottur inní sér eftir tímann þó svo það sjáist nú ekki að utan.  Kannski er ég stórfurðuleg en ég er í alvöru ástfangin af rúminu mínu brakandi sænginni og fluffy koddanum.  Ég meira að segja kveð þessa hluti á morgnana með því að segja....hlakka til að sjá ykkur aftur í kvöld.  Og ég er svo sannarlega að meina það.  Það væri frábært ef maður væri jafn kátur að hitta spegilmynd sína á morgnana og segja...hæ þú hrikalega er gaman að sjá krumpaða koddafarsmarkað andlitið á þér sæta.  En nei í stað þess lemur maður sig fyrir að vakna ekki eins og fullkomnu stelpurnar í bíómyndunum allt á sínum stað varaliturinn, maskarinn, augnskugginn, og varla flóki í síðu hárinu.  Þetta er sennilega gerlegt með því að sofa sitjandi hversu þægilegt sem það nú er.  Hvað um þetta ég þarf ss. að taka í hnakkadrambið á sjálfri mér og koma mér í rútínu, fara fyrr að sofa og vakna fyrr á morgnana og ég hef nákvæmlega einn sólarhring rúmlega þar til ég mæti aftur í vinnu.  En þetta er svolítið ég bíða fram á síðustu stundu með að gera hlutina og reikna svo með kraftaverki.  Vinn betur undir pressu með því að keyra út síðustu hleðsluna á batteríinu.  Hey já og eitt annað ég verð bráðnauðsynlega að taka til í fataskápnum mínum og prjónakistunni á morgun.  Ég get þó allavega komið því í röð og reglu.  

Prik fyrir mér wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband