Dagur 5 af 365

Dagur 5 gekk eins og í sögu andleg líðan öll á uppleið embarassed En þar sem ég þekki þetta það vel þá veit ég vel að þetta getur verið skammgóður vermir ekkert er öruggt.  Ég er þó allavega að gera eitthvað í því að líða betur og þrátt fyrir að hafa verið antisportisti hingað til þá verð ég að viðurkenna að hreyfingin er að spila stóra rútínu í minni líðan.  Eitt sem ég veit að er algjörlega útilokað enn sem komið er, er að tæma hugann og ná góðri slökun og á þetta sérstaklega við þegar ég á stefnumót við herra svefn.  Það er oft þannig að ég ligg andvaka og pirruð þrátt fyrir að vera dauðuppgefin og svefnlaus.  Eða það sem er öllu verra er að þetta finnst heilanum besti tíminn til að hugsa og það mikið.  Stórar framkvæmdir, framtíðarplön, vonbrygði, væntingar, mistök jafnvel innkaupalisti o.s.f.v.  Ég hef oft hugsað til hugleyðslutímanna sem ég fór í í gamla daga með vinkonunum og reynt þá tækni en ég er oftast nær rétt byrjuð að slaka á stóru tánni þegar hugurinn fer með mig eitthvað allt annað.  Ég vona að þetta komi líka en fyrst og fremst langar mig að ná tökum á kvíðanum.  Þessi ógeðslega tilfinning sem læsir sig í huga og líkama og maður fær ekkert við gert.  Timinn er eini vinur manns sem líður þó alltof hægt áður en eðlileg líðan nær yfirtökum aftur.  Einn dagur í einu, velja það besta fyrir mig án öfga og gera allt sem í mínu valdi stendur til að ná tökum á þessu.

Nú megið þið ekki halda að ég sé hundþung alla daga, ég er það alls ekki en meðan ég sprella og hlæ þá ber ég oft innri líðan í hljóði. Það er nefninlega þannig að það er haugur af fólki sem þekkir þetta ekki en er alltaf til í að segja manni að maður eigi bara að slaka á anda inn og út eða spyrja hvað gerðist núna, hvað gerðir þú????? meðan staðreyndin er sú að tilfinninginn er ósjálfráð og tengist ekki endilega neinu. ÞAÐ er eitthvað sem ég vil ekki heyra og hvet ég alla sem þekkja einhvern með kvíða eða annað að lesa sér til um það áður en farið er að hjálpa og ráðleggja.

Ást og friður kæru vinir  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband