Dagur 3 af 365

Þjálfunarmarkmið mitt í morgun að vakna snemma tókst ekki svaf til 11 og satt best að segja hefði ég alveg getað sofið lengur, en það hefst á morgun þar sem ég hef ekkert val um það verð að vakna kl. 6.20 þannig að í rúmið fer ég klukkan tíu í kvöld.  Dagurinn var ágætur þrátt fyrir það pantaði gistingu erlendis fyrir næstu jól og áramót reyndi líka að bóka flugið en það er ekki komið inn hjá þeim svo það verður vonandi fljótlega.  Samt gerðist eitt merkilegt á meðan ég var að vesenast í þessu öllu, það hafði samband við mig kona sem á íbúð á Tenerife og vill endilega leigja mér hana í 2 ár.  Mig langaði mest af öllu að láta slag standa og taka því en skynsemisvitleysingurinn fór að þvælast fyrir mér og sagði mér að hugsa málið.  Í raun er ekki nein fyrirstaða vinnulega séð að ég grípi tækifærið en það er margt annað sem þarf að hugsa um.  Hef nú samt eginlega bara hugsað um þetta í allan dag enda þegar ég skaust í krónunu var ég heldur utan við mig og aulaleg leitandi að einhverju sem ég hafði ekki hugmynd um.  Kom þó heim með 3 fulla poka af einhverju ekkert skipulag í því.  Vildi að ég gæti bara sagt við mig hey þetta kom uppí hendurnar á þér af ástæðu og þú ættir að slá til.  Alltaf verið frekar ævintýragjörn svo aldrei að vita hver niðurstaðan verður.   Mér tókst að koma skipulagi á prjónakistuna mína en skápurinn bíður betri stundar hann verður bara að fá að líta út eins og unglingapartý í bili.  Mér tókst líka að vinna töluvert að hönnuninni minni sem var mjög gott en núna ætla ég að fleygja mér í sófann horfa á smá innihaldslaust sjónvarpsefni sem skilur ekkert eftir sig.  

Sjáumst á morgun embarassed


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg kem allavega i heimsókn:) stefni a að fara þangað i sumar..einhverjar hugmyndir hvar eg a að vera:)

Jórunn Fregn (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband