Hver er ég

Ég velti oft fyrir mér tilgangnum með þessu lífi .... er það einungis til þess að hafa áhrif á þróun mannsins var okkur gefið hlutverk.  Hvernig er hægt að réttlæta það þegar svo margir einstaklingar skila ekki neinu og enn fleiri hugsa bara um sjálfan sig. Hvort er betra eða verra má um deila. Fyrir nokkrum árum sagði einhver spekingur við mig ...þú ert heppin vegna þess að í næsta lífi færð þú að velja þú ert búin með þroskaskeiðin.   Ha hvað var maðurinn að hugsa að segja þetta við mig mér sem fannst ég í raun og veru búin að fokka öllu upp.  Vissi gæinn ekki að mig langaði að lifa endalaust. og hver er í raun tilgangurinn í því að endurfæðast þegar þú mannst hvort sem er ekki eftir neinu.  Sorry móðga eflaust marga en þegar ég er spurð þá sérstaklega af yndislegri móður minni .... Trúir þú ekki á Guð.... Nei ég trúi ekki!!!! en ég trúi á það góða í hverjum og einum.  Sama hversu vond við erum þá er alltaf eitthvað gott maður þarf bara að koma auga á það.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband