Jólin koma

Já það er rétt jólin koma fyrir því.  Nú hef ég hringsólað um allt að leita að jólastemmaranum en einhverrja hluta vegna finn ég hann ekki.  Var viss um að það myndi gerast í gær þegar snjórinn lét sjá sig en nei það gekk ekki heldur.  Hef forðast verslanamiðstöðvar eins og heitann eldinn því í minni þrotlausu leit að jólastemmaranum skyldi ég ekki rænd orkunni í einhverri brjálæðislegri hringavitleysu kaupglaðra Íslendinga,enda svo með andlitið í súpudisknum gjörsamlega búin og peningalaus, búin að keyra öll kort í botn svo logaði í þeim. Það var þannig að ég var staðráðin í að njóta aðventunnar en gat það ekki heldur fann bara ekki þennan helvítis jólaanda sem allir virtust missa sig yfir í kringum mig.  Þá rann það upp fyrir mér ég saknaði æsku barna minna tilhlökkuninni spennunni sem fór yfir öll mörk eftir sem nær dró jólum.  Það voru þau sem voru stemmarinn og nú þyrfti ég bara að finna einhverja leið til þess að njóta upp á nýtt.  Börnin öll vaxin úr grasi og engar kröfur lengur til staðar um stemmara eða hefðir.  Hversu sorglegt... þegar ég flutti úr foreldrahúsum og hélt mín jól með mínum manni og börnum saknaði ég þess að vera ekki lengur barnið sem beið með eftirvæntingu. Svo áður en ég veit af eru börnin mín orðin fullorðin.  Tíminn líður hratt þannig ég ætla ekki að bíða lengur hvort sem stemmarinn ákveður að hitta mig eða ekki þá held ég jól og ætla að njóta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

HALLÓ !!!

 MÍN BESTU JÓL VORU EKKI UPPLYSTIR BÚÐARGLUGGAR FULLIR AF SKRANI- ÞAU VORU VIÐ LITIL RAUÐ KERTI SEM VORU SNÚIN OG  KVEIKT

Á MÖRGUM- ÞAÐ VAR EKKI RAFMAGN.

 jÓLAGJAFIR SOKKAR VETLINGAR OG EIN FRÆNKA SENDI GLÖS MEÐ RÚSINUM "

 GLEÐI Í HJARTA YFIR LITU KERTUNUM LIFIR ENN.

 KÆR KVEÐJA OG MUNUM AÐ VIÐ FÁUM EKKI GLEÐI FYRIR PENINGA.

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.12.2016 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband